NBA í nótt: Utah lagði Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2008 09:12 Raja Bell brýtur hér á Paul Millsap, leikmanni Utah. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán. NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán.
NBA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira