NBA í nótt: Utah lagði Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2008 09:12 Raja Bell brýtur hér á Paul Millsap, leikmanni Utah. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán. NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán.
NBA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum