Kisan vekur athygli í New York 29. september 2008 07:30 Þórunn Anspach og Olivier Bremond, hér með rekstrarstjóranum Lionel Guy-Bremont, segjast bjartsýn á gott gengi í New York í greinni í Women‘s Wear Daily. Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira