Það verður nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í kvöld og þar af geta sjónvarpsáhorfendur fengið tvo leiki beint í æð í kvöld. Leikur Toronto og Orlando frá því í gærkvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport skömmu fyrir miðnætti og þá verður bein útsending á NBA TV rásinni frá leik Philadelphia og Detroit klukkan 23:00.
Annað kvöld verður Stöð 2 Sport svo með beina útsendingu frá þriðja leik Denver og LA Lakers í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar og hefst útsending um klukkan 21:30.
Á NBA Blogginu hér á Vísi er hægt að fylgjast með því hvaða leikir eru sýndir beint í sjónvarpi og taka þátt í umræðum um úrslitakeppnina.