NBA: Lakers og Orlando áfram - Boston í vanda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 09:07 Það var hiti í kolunum í Atlanta í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3) NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3)
NBA Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum