Loksins vann Boston á útivelli 25. maí 2008 04:59 Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira