Handbolti

Rangur leikmaður fékk rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik FH og HK fyrr á leiktíðinni.
Úr leik FH og HK fyrr á leiktíðinni.

Dómarar í bikarleik FH og Hauka hafa leiðrétt rautt spjald sem þeir gáfu í leiknum en það var rangur leikmaður sem fékk spjaldið.

Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH, fékk rauða spjaldið fyrir að brjóta á Haukamanninum Sigurbergi Sveinssyni undir lok leiksins en hið rétta var að Ásbjörn Friðriksson braut á Sigurbergi, sem einnig fékk að líta rauða spjaldið.

Aganefnd HSÍ dæmdi Ásbjörn í tveggja leikja bann en Sigurberg í eins leiks bann.

Þá var handknattleiks deild FH veittar ávítur þar sem að öryggisgæsla á leiknum þótti óviðunandi. Margir áhorfendur fóru inn á völlinn að honum loknum sem er ekki leyfilegt.

Aganefnd HSÍ studdist við sjónvarpsupptöku í báðum þessum úrskurðum sem er sjaldgæft.

Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Gunnar K. Gunnarsson, formaður aganefndar HSÍ, að upptökunar gætu þó ekki talist næg sönnunargögn til að refsa öðrum leikmönnum sem tóku þátt í stimpingunum undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×