Seljavallalaug Dr. Gunni skrifar 10. júlí 2008 00:01 Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Þetta er elsta uppistandandi sundlaug landsins, reist 1923 minnir mig að hafi staðið á skiltinu. Maður þarf að ganga tíu mínútna spotta að henni, það eru engar sturtur við laugina en það má afklæðast í ljóslausum klefum sem ekki er hægt að læsa. Laugin er gruggug, veggir og gólf þakið slími, en umgjörðin er eins og í ævintýri og upplifunin hreinlega frábær. Ég skrapp þarna um helgina og það var fullt af fólki og allir í stuði. Túristarnir voru geislandi af ánægju, líklega af því að það kostar ekkert í laugina. Þeim hlýtur að vera nýbreytni í að fá eitthvað ókeypis eftir flæking um landið og okurholurnar sem varða hringveginn. Ég tók eftir því að nýja Seljavallalaugin, sem reist var fyrir nokkrum árum nær veginum, er komin í eyði. Þar voru öll nútímaþægindi, sturtur, heitur pottur og allt þetta sem maður fær alls staðar. Þegar sú laug var risin voru settir búkkar á veginn svo maður færi nú ekkert að asnast í gömlu ævintýralaugina. Fólk var að verja fjárfestinguna sína og skiljanlegt að það væri lítil stemning fyrir því að túristarnir héngu öllum stundum ókeypis í gömlu lauginni. Þrátt fyrir búkkana hélt þó straumurinn þangað áfram. Það sama myndi gerast ef einhver byggði kofa við hliðina á Eiffelturninum og reyndi að selja inn í hann. Það var auðvitað dapurlegt að sjá heila sundlaug í eyði. Það nýja og venjulega hefur lotið í gras fyrir því gamla og óvenjulega. Málningin flagnandi af grindverkinu, yfirbragðið þunglyndislega tregafullt eins og jafnan er með hús í eyði. Mér finnst þessi niðurstaða hálfgerð táknmynd, eða framtíðarsýn, yfir tvennt sem stöðugt hefur verið „í umræðunni": verndun gamalla húsa og náttúru. Nýir steypukassar munu aldrei ná því andrúmi sem fylgir gömlum timburhúsum og útsýnispallar við virkjanir munu aldrei ná að toppa töfra óspilltrar náttúru. Sem betur fer var gamla Seljavallalaugin ekki rifin þegar nýja laugin var reist og því varð þar ekki óafturkræft umhverfisslys. Því miður er ekki það sama hægt að segja um hitt. Hin síjaplandi tönn tímans mun vinsa kjarnann frá hisminu og því er vonandi fyrir okkur - og krakkana okkar - að eitthvað meira en drasl í eyði standi eftir á endanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun
Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Þetta er elsta uppistandandi sundlaug landsins, reist 1923 minnir mig að hafi staðið á skiltinu. Maður þarf að ganga tíu mínútna spotta að henni, það eru engar sturtur við laugina en það má afklæðast í ljóslausum klefum sem ekki er hægt að læsa. Laugin er gruggug, veggir og gólf þakið slími, en umgjörðin er eins og í ævintýri og upplifunin hreinlega frábær. Ég skrapp þarna um helgina og það var fullt af fólki og allir í stuði. Túristarnir voru geislandi af ánægju, líklega af því að það kostar ekkert í laugina. Þeim hlýtur að vera nýbreytni í að fá eitthvað ókeypis eftir flæking um landið og okurholurnar sem varða hringveginn. Ég tók eftir því að nýja Seljavallalaugin, sem reist var fyrir nokkrum árum nær veginum, er komin í eyði. Þar voru öll nútímaþægindi, sturtur, heitur pottur og allt þetta sem maður fær alls staðar. Þegar sú laug var risin voru settir búkkar á veginn svo maður færi nú ekkert að asnast í gömlu ævintýralaugina. Fólk var að verja fjárfestinguna sína og skiljanlegt að það væri lítil stemning fyrir því að túristarnir héngu öllum stundum ókeypis í gömlu lauginni. Þrátt fyrir búkkana hélt þó straumurinn þangað áfram. Það sama myndi gerast ef einhver byggði kofa við hliðina á Eiffelturninum og reyndi að selja inn í hann. Það var auðvitað dapurlegt að sjá heila sundlaug í eyði. Það nýja og venjulega hefur lotið í gras fyrir því gamla og óvenjulega. Málningin flagnandi af grindverkinu, yfirbragðið þunglyndislega tregafullt eins og jafnan er með hús í eyði. Mér finnst þessi niðurstaða hálfgerð táknmynd, eða framtíðarsýn, yfir tvennt sem stöðugt hefur verið „í umræðunni": verndun gamalla húsa og náttúru. Nýir steypukassar munu aldrei ná því andrúmi sem fylgir gömlum timburhúsum og útsýnispallar við virkjanir munu aldrei ná að toppa töfra óspilltrar náttúru. Sem betur fer var gamla Seljavallalaugin ekki rifin þegar nýja laugin var reist og því varð þar ekki óafturkræft umhverfisslys. Því miður er ekki það sama hægt að segja um hitt. Hin síjaplandi tönn tímans mun vinsa kjarnann frá hisminu og því er vonandi fyrir okkur - og krakkana okkar - að eitthvað meira en drasl í eyði standi eftir á endanum.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun