Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölnir tók á móti Keflavík og urðu lokatölur 54-87.
Keflavík hefur sex stig eftir fjóra leiki en Fjölnisliðið hefur hinsvegar tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni og situr því stigalaust á botninum.
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld en hún skoraði 22 stig.