Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms 20. nóvember 2008 10:57 Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. Stím keypti fyrir 16 milljarða í Glitni í nóvember á síðasta ári og átta milljarða í FL Group. Heimildir Vísis herma að Stím hafi keypt bréfin í báðum félögum að stærstum hluta af Glitni sem hafi á móti lánað félaginu tæpa 25 milljarða. Stím seldi bréf sín í Glitni seinni hluta marsmánaðar á þessu ári með um fimm milljarða tapi. Kaupendur voru eftir því sem Vísir kemst næst Danske Bank og Glitnir. Jafnframt skipti Stím bréfum sínum í FL Group fyrir 0,87% hlut í Glitni þegar FL Group varð einkahlutafélag. Sá hlutur tapaðist þegar Glitnir var þjóðnýttur. Heimildir Vísis herma að bankinn hafi ekki farið fram á neinar persónulegar ábyrgðir gegn þessu gríðarstóra láni heldur hafi aðeins verið tekið veð í bréfunum í Glitni og FL Group. Bankinn mun því væntanlega þurfa að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms-ævintýrisins. Jakob Valgeir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir á Bolungarvík, hefur þráfaldlega neitað að tjá sig um málefni Stím þegar eftir því hefur verið leitað. Þórleifur Stefán Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital, var í stjórn Stíms með Jakobi Valgeiri þar til í lok ágúst á þessu ári þegar hann sagði sig úr stjórn. Þórleifur Stefán, sem var jafnframt prókúruhafi, vildi ekkert tjá sig um Stím þegar samband var haft við hann. Þórleifur Stefán sagðist vera bundinn trúnaði við viðskiptavini. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð ekki tjáð sig um málið þar sem það væri ekki á færi bankans að tjá sig um viðskiptavini hans á hverjum tíma. Stím málið Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. Stím keypti fyrir 16 milljarða í Glitni í nóvember á síðasta ári og átta milljarða í FL Group. Heimildir Vísis herma að Stím hafi keypt bréfin í báðum félögum að stærstum hluta af Glitni sem hafi á móti lánað félaginu tæpa 25 milljarða. Stím seldi bréf sín í Glitni seinni hluta marsmánaðar á þessu ári með um fimm milljarða tapi. Kaupendur voru eftir því sem Vísir kemst næst Danske Bank og Glitnir. Jafnframt skipti Stím bréfum sínum í FL Group fyrir 0,87% hlut í Glitni þegar FL Group varð einkahlutafélag. Sá hlutur tapaðist þegar Glitnir var þjóðnýttur. Heimildir Vísis herma að bankinn hafi ekki farið fram á neinar persónulegar ábyrgðir gegn þessu gríðarstóra láni heldur hafi aðeins verið tekið veð í bréfunum í Glitni og FL Group. Bankinn mun því væntanlega þurfa að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms-ævintýrisins. Jakob Valgeir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir á Bolungarvík, hefur þráfaldlega neitað að tjá sig um málefni Stím þegar eftir því hefur verið leitað. Þórleifur Stefán Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital, var í stjórn Stíms með Jakobi Valgeiri þar til í lok ágúst á þessu ári þegar hann sagði sig úr stjórn. Þórleifur Stefán, sem var jafnframt prókúruhafi, vildi ekkert tjá sig um Stím þegar samband var haft við hann. Þórleifur Stefán sagðist vera bundinn trúnaði við viðskiptavini. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð ekki tjáð sig um málið þar sem það væri ekki á færi bankans að tjá sig um viðskiptavini hans á hverjum tíma.
Stím málið Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur