Gengi evrópskra banka á uppleið 17. júlí 2008 09:39 Wells Fargo. Góð afkoma bankans á öðrum fjórðungi hefur smitað út frá sér á hlutabréfamarkaði víða um heim. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira