NBA í nótt: Sigur hjá Detroit eftir dramatískan dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2008 09:44 Rodney Stuckey og Richard Hamilton ræða málin í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta. NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Detroit vann í nótt sigur á Charlotte Bobcats eftir dramatískan dag þar sem tilkynnt var að Chauncey Billups og Antonio McDyess væru á leið frá félaginu í skiptum fyrir Allen Iverson. Detroit vann átján stiga sigur á lærisveinum Larry Brown, 101-83, en Brown gerði Detroit að meisturum sem þjálfari árið 2004. Þá var Billups lykilmaður í liði Detroit og kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Fréttirnar komu gríðarlega á óvart þar sem bæði Billups og McDyess hafa verið afar mikilvægir hlekkir í liði Detroit undanfarin ár. „Erum við ánægðir með skiptin? Kannski ekki. Ómögulegt að segja," sagði Rasheed Wallace, leikmaður Detroit, eftir leikinn. Félagi hans, Tayshaun Prince, virtist einnig óánægður með fréttirnar. „Þegar maður hefur spilað í sex ár með einhverjum skapast tengsl sem nú eru allt í einu rofin. Við erum allir í sjokki. En við verðum að halda áfram að spila og mér fannst þetta góður sigur miðað við kringumstæður." Richard Hamilton skoraði nítján stig fyrir Detroit sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Wallace skoraði fimmtán en Rodney Stuckey var leikstjórnandi í fjarveru Billups í gær. Hann var með níu stig en forvitnilegt verður að sjá hvernig Iverson verður í því hlutverki með Detroit í vetur. Shannon Brown var með sextán stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace fimmtán og tólf fráköst. Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í nótt og eru þó nokkur lið enn ósigruð eða enn án sigurs.Philadelphia vann Sacramento, 125-91, en síðarnefnda liðið hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Thaddeus Young skoraði átján stig fyrir Philadelphia og Lou Williams sautján.Orlando vann Chicago, 96-93, þar sem Dwight Howard fór mikinn og skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Chicago átti möguleika á að jafna metin í lokin en Andres Nocioni klikkaði þá á þriggja stiga skoti.Memphis vann Golden State, 90-79. Marc Gasol, yngri bróðir Pau Gasol, var með 27 stig og sextán fráköst fyrir Memphis.Cleveland vann Dallas, 100-81, þar sem LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland og Zydrunas Ilgaustas sautján.Utah vann LA Clippers, 89-73. Paul Millsap skoraði 24 stig, þar af fimmtán í 17-3 spretti Utah í fjórða leikhluta.
NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira