Fagra Ísland – dagur sex Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2008 00:01 Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sannast sagna hafði ég vonað að ég þyrfti aldrei að skrifa grein undir þessari fyrirsögn. Eins og menn muna er samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjuhlé ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú brá svo við eftir kosningar að þessi stefna var grafin og gleymd. Hver dagur svikinna loforða rak annan. Skrifaði ég nokkrar greinar í Fréttablaðið sem tölusettu dagana sem Samfylkingin sveik kosningaloforð sín í umhverfismálum. Í lok júní gerði ég hlé á þessu bókhaldi en þá var ég kominn í fimm svikadaga. Á fimmta deginum var það sjálfur umhverfisráðherrann, Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem átt hafði senuna en þá hafði hún verið spurð á Stöð 2 hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að hlutast til um hvernig Landsvirkjun svaraði ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi vegna stækkunar í Straumsvík. Umhverfisráðherra kvaðst alls ekki myndu gera það enda væru Landsvirkjun og Alcan „bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir". Svona talaði umhverfisráðherra sem kosinn var á þing vegna fyrirheita um stóriðjuhlé í fimm ár. Þessi afstaða til gjörða Landsvirkjunar var harla undarleg í ljósi þess að Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Síðan gerist það á fimmtudaginn í síðustu viku að upp rennur enn einn dagurinn í svikasögu Samfylkingarinnar í umhverfismálum. Þá hafnar umhverfisráðherra kæru Landverndar vegna álverksmiðju í Helguvík. Umhverfisráðherra kvað sína eigin ákvörðun um að hafna kærunni ekki vera sér að skapi. En svona væri þetta bara, hún gæti hugsað sér að breyta stjórnarskránni. En hvernig væri að reyna að breyta stefnu ríkisstjórnar sem Samfylkingin á aðild að og standa þannig við þau fyrirheit sem kjósendum voru gefin fyrir síðustu alþingiskosningar?Höfundur er þingmaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun