Viðskipti erlent

Bankagjaldþrot í Kansas

Níunda bankagjaldþrot ársins varð í Bandaríkjunum á föstudag þegar Columbian Bank and Trust Company var lokað. Bankinn, sem er með höfuðstöðvar í Kansas, er tiltölulega lítill á bandarískan mælikvarða, en eignir hans námu rúmlega 62 milljörðum króna. Bankinn hafði tapað miklu á fasteignalánum og í vikunni brast flótti í viðskiptavinahóp hans.

Samkvæmt Tryggingasjóði innstæðueigenda (FDIC) hafa stjórnvöld nánar gætur á um níutíu bönkum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×