Kraftur í handverkinu 20. febrúar 2008 00:01 Þorsteinn í handverkshúsinu Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. Fréttablaðið/Arnþór Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Héðan og þaðan Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk
Héðan og þaðan Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira