Stór yfirlýsing hjá Boston 31. desember 2007 04:24 Kevin Garnett lét ekki skurð við augað stöðva sig í Staples Center í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti