Fótbolti

Brann mætir Everton

Kristján Örn Sigurðsson og félagar mæta Everton í Uefa keppninni
Kristján Örn Sigurðsson og félagar mæta Everton í Uefa keppninni

Nú í hádeginu var dregið í 32-liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Þar ber hæst að Íslendingalið Brann mætir Everton, en einnig varð ljóst hvaða lið mætast síðan í næstu umferð keppninnar. Drátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi.

Aberdeen frá Skotlandi og þýska stórveldið Bayern Munchen mætast og endurtaka þar með leikinn frá því þau mættust í sögulegum leik árið 1983 þegar skoska liðið tryggði sér sigur í keppninni.

Bolton á erfiða viðureign fyrir höndum gegn spænska liðnu Atletico Madrid og Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Helsingborg í Svíþjóð mæta hollenska stórliðinu PSV Eindhoven. 

Tottenham ætti að fara létt með andstæðinga tékkneska andstæðinga sína í Slavia Prag og norska liðið Rosenborg mætir Fiorentina. Fari svo að norska liðið slái það ítalska út og Brann næði að slá út Everton - mætast norsku liðin í 16-liða úrslitum keppninnar. 

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í 32-liða úrslitunum:

Aberdeen-Bayern Munich

AEK Athens-Getafe

Bolton-Atlético Madrid

Zenit-Villarreal

Galatasaray-Bayer Leverkusen

Anderlecht-Bordeaux

SK Brann-Everton

FC Zürich-Hamburg SV

Rangers-Panathinaikos

PSV Eindhoven-Helsingborg

Slavia Prague-Tottenham

Rosenborg-Fiorentina

Sporting-FC Basle

Werder Bremen-Braga

Benfica-Nurnberg

Marseille-Spartak Moscow

Hér má svo sjá hvernig liðin raðast saman að loknum 32-liða úrslitunum, þar sem ljóst er hverjir mótherjar sigurliðanna verða í næstu umferð - 16-lið úrslitum.

Marseille/Spartak Moscow - Zenit/Villarreal

Slavia Prague/Tottenham - PSV/Helsingborgs.

Rosenborg/Fiorentina - Brann/Everton.

AEK Athens/Getafe - Benfica/Nuremberg.

Galatasaray/Leverkusen - FC Zurich/Hamburg.

Bolton/Atletico - Sporting Lisbon/FC Basle.

Rangers/Panathinaikos - Werder Bremen/Braga.

Anderlecht/Bordeaux - Aberdeen/Bayern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×