Körfubolti

Lottomatica Roma vann Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór í leik með Roma í Meistaradeildinni.
Jón Arnór í leik með Roma í Meistaradeildinni. Nordic Photos / AFP

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig fyrir Lottomatica Roma sem vann góðan sigur á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 69-64.

Rómverjar voru með tveggja stiga forystu í hálfleik, 34-32. Real Madrid var hins vegar sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og var með fjögurra stiga forystu þegar síðasti leikhlutinn hófst, 53-49.

Jón Arnór og félagar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og unnu sinn þriðja sigur í deildinni á tímabilinu.

Jón Arnór lék í rúmar 23 mínútur, nýtti þrjú af fjórum skotum sínum utan af velli, þar af annað tveggja þriggja stiga skotið sinna. Hann nýtti einnig eitt vítaskot. Hann tók tvö fráköst, gaf tvær stoðsendingar, stal einum bolta og tapaði einum bolta.

Lottomatica Roma er í sjötta sæti C-riðils í deildinni af alls níu liðum en efstu fimm liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar ásamt því liði sem nær besta árangrinum í sjötta sæti.

Enn eru þó fimm umferðir eftir af riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×