Erlent

Nægar sannanir fyrir málshöfðun gegn Zuma

Óli Tynes skrifar
Jacob Zuma.
Jacob Zuma.

Ríkissaksóknari Suður-Afríku sagði í dag að hann hefði nú nægar sannanir til þess að hefja málssókn gegn Jakobi Zuma, fyrir spillingu. Zuma var í gær kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og ef ekkert annað gerist verður hann forseti landsins eftir kosningar árið 2009.

Zuma var varaforseti Suður-Afríku. Thabo Mbeki, forseti rak hann úr því starfi árið 2005 eftir að helsti ráðgjafi Zumas var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að greiða varaforsetanum mútur í tengslum við vopnakaup.

Orðrómur um mútuþægni og aðra spillingu hefur lengi loðað við Jakob Zuma. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir nauðgun, en því máli var vísað frá.

Ríkissaksóknarinn sagði nú að rannsókn á máli Zumas væri nú lokið. Hann nefndi hinsvegar ekki hvenær mál yrði höfðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×