Handbolti

Gríðarmikilvægur sigur Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var hart tekið á því í leiknum í kvöld.
Það var hart tekið á því í leiknum í kvöld. Mynd/Valli

Valur fór í jólafríið á jákvæðum nótum eftir góðan sigur á HK á heimavelli í kvöld, 33-26, í N1-deild karla.

Staðan í hálfleik var 16-13, Val í vil. Eftir sigurinn eru nú Valur og HK bæði með sautján stig en HK er með betra markahlutfall og því í fjórða sæti deildarinnar.

N1-deild karla er nú komin í jólafrí en Haukar hafa fjögurra stiga forystu í deildinni. Stjarnan vann Fram fyrr í kvöld og eru liðin því jöfn að stigum með nítján stig í 2.-3. sæti.

Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 9, Baldvin Þorsteinsson 7, Fannar Friðgeirsson 5, Ingvar Árnason 3, Arnór Gunnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 2, Elvar Friðriksson 2, Anton Rúnarsson 1.

Mörk HK: Augustas Strazdas 5, Ragnar Hjaltested 5, Brynjar Hreggviðsson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Tomas Eitutis 2, Sergey Petrytis 2, Arnar Þór Sæþórsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Bjarki Gunnarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×