Handbolti

Stjarnan hefndi ófaranna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Framarar halda aftur af Volodymyr Kysil í leiknum í kvöld.
Framarar halda aftur af Volodymyr Kysil í leiknum í kvöld. Mynd/Anton

Fyrir rúmum tveimur vikum féllu bikarmeistarar Stjörnunnar úr leik í bikarkeppninni þegar liðið tapaði fyrir Fram í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum.

Liðin mættust á nýjan leik í kvöld, í þetta sinn í N1-deildinni, og vann Stjarnan öruggan sigur, 35-26, en leikurinn fór fram í Safamýrinni.

Fram hafði einnig unnið fyrri leik liðanna í deildinni á heimavelli Stjörnunnar í haust.

Snemma í leiknum tók Stjarnan öll völd og var sigurinn aldrei spurning eftir það. Munurinn í hálfleik var átta mörk, 18-10, Stjörnunni í vil.

Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 6, Rúnar Kárason 5, Guðjón Drengsson 3, Stefán Stefánsson 3, Filip Kliszczyk 3, Jóhann Gunnar Einarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Hjörtur Hinriksson 1, Halldór Sigfússon 1.

Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 8, Gunnar Ingi Jóhannsson 7, Björgvin Hólmgeirsson 6, Ragnar Helgason 5, Ólafur Ólafsson 4, Björn Friðriksson 3, Daníel Einarsson 1, Bjarni Þórðarson 1. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×