Erlent

Rekinn af því forseti fékk ekki flugsæti

Óli Tynes skrifar
Ekkert pláss fyrir forsetann.
Ekkert pláss fyrir forsetann.

Stjórnvöld á Sri Lanka hafa afturkallað atvinnuleyfi hins breska forstjóra flugfélagsins Sri Lankan Airways.

Ástæðan er sú að forseti landsins og föruneyti hans fékk ekki sæti til að fljúga til Lundúna þar sem forsetinn ætlaði að vera viðstaddur þegar sonur hans útskrifaðist úr skóla breska flotans.

Þetta gerðist fyrr í þessum mánuði og bar flugfélagið því við að allar vélar væru fullbókaðar vegna mikillar umferðar um hátíðarnar.

Stjórnvöld segja að flugfélagið hafi gefið misvísandi upplýsingar um hvort forsetinn fengi sæti, en svo sagt nei þegar á hólminn var komið.

Peter Hill, forstjóri, segist ekki hafa vitað af málinu. Ríkisstjórnin á fimmtíu og eins prósenta hlut í flugfélaginu.

Ríkisstjórnin varð á endanum að leigja vél af öðru flugfélagi til þess að koma forsetanum á áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×