Lakers lagði Chicago 19. desember 2007 09:33 Kobe Bryant lætur nárameiðsli ekki stöðva sig NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. Chicago var eitt þeirra liða sem orðað hafði verið við Bryant eftir að hann fór fram á að verða skipt frá Lakers í sumar og eftir eitt stórtapið í haust hrópuðu stuðningsmenn Chicago "Kobe, Kobe" og lýstu yfir vilja sínum til að fá skorarann til liðs við félagið. Ekkert slíkt heyrðist í United Center í nótt, en þó sýndi ungur stuðningsmaður Chicago vilja sinn í verki og mætti í Bulls treyju sem hann var búinn að skrifa á númer Kobe Bryant - númer 24. Sasha Vujacic var stigahæstur í liði Lakers með 19 stig í nótt, Bryant bætti við 18 stigum þrátt fyrir nárameiðsli og Lamar Odom skoraði 17 stig og hirti 16 fráköst. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago, sem hefur unnið aðeins 8 leiki í deildinni og tapað 14. Lakers hefur aftur unnið 15 og tapað 9. Sacramento vann góðan útisigur á New Jersey 106-101. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir heimamenn og Jason Kidd skoraði 11 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. John Salomons átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Sacramento og skoraði 31 stig, Francisco Garcia skoraði 24 af bekknum, Brad Miller skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst og Ron Artest skoraði 20 stig. Loks vann Toronto sigur á LA Clippers á útivelli 80-77 þar sem Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto og varð þar með frákastahæsti leikmaður í sögu Toronto og komst upp fyrir Antonio Davis á listanum. Corey Maggette skoraði 22 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 12 stig og hirti 16 fráköst. NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust. Chicago var eitt þeirra liða sem orðað hafði verið við Bryant eftir að hann fór fram á að verða skipt frá Lakers í sumar og eftir eitt stórtapið í haust hrópuðu stuðningsmenn Chicago "Kobe, Kobe" og lýstu yfir vilja sínum til að fá skorarann til liðs við félagið. Ekkert slíkt heyrðist í United Center í nótt, en þó sýndi ungur stuðningsmaður Chicago vilja sinn í verki og mætti í Bulls treyju sem hann var búinn að skrifa á númer Kobe Bryant - númer 24. Sasha Vujacic var stigahæstur í liði Lakers með 19 stig í nótt, Bryant bætti við 18 stigum þrátt fyrir nárameiðsli og Lamar Odom skoraði 17 stig og hirti 16 fráköst. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago, sem hefur unnið aðeins 8 leiki í deildinni og tapað 14. Lakers hefur aftur unnið 15 og tapað 9. Sacramento vann góðan útisigur á New Jersey 106-101. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir heimamenn og Jason Kidd skoraði 11 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. John Salomons átti sinn besta leik á ferlinum fyrir Sacramento og skoraði 31 stig, Francisco Garcia skoraði 24 af bekknum, Brad Miller skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst og Ron Artest skoraði 20 stig. Loks vann Toronto sigur á LA Clippers á útivelli 80-77 þar sem Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto og varð þar með frákastahæsti leikmaður í sögu Toronto og komst upp fyrir Antonio Davis á listanum. Corey Maggette skoraði 22 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 12 stig og hirti 16 fráköst.
NBA Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum