Rúnar Kristinsson var í dag heiðraður fyrir að hafa á sínum ferli leikið meira en 100 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Rúnar lék á sínum ferli 104 A-landsleiki auk fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hann er leikjahæsti landsliðsmaður þjóðarinnar frá upphafi og sá eini sem á meira en 100 A-leiki að baki.
Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að heiðra skyldi þá leikmenn sem næðu þeim áfanga. Í viðurkenningarskyni fékk hann málverk eftir Tolla.
Rúnar þakkaði öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg á sínum ferli en engum meira en eiginkonu sinni, Ernu Maríu Jónsdóttur.