NBA í nótt: Wade gekk frá Suns í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 08:56 Amare Stoudemire og Boris Diaw reyna að halda aftur af Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Dwayne Wade skoraði tíu af sínu 31 stigi á síðustu fjórum mínútunum gegn Phoenix Suns og tryggði Miami Heat sigur, 117-113, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var sjötti útileikur Miami á aðeins níu dögum og er því afrekið enn athyglisverðara fyrir vikið. Miami var með undirtökin í fyrri hálfleik og náði mest fjórtán stiga forystu, 52-38. Staðan í hálfleik var svo 67-63 eftir að Phoenix hafði náð að minnka muninn í tvö stig undir lok annars leikhluta. Phoenix náði svo að jafna metin í stöðunni 80-80 en þá kom 11-0 sprettur hjá Miami sem leiddu með níu stigum í upphafi þess fjórða. Síðustu fjórar mínúturnar voru æsilegar. Wade kom Miami í tíu stiga forystu, 102-92 og skoraði næstu átta stig Miami í leiknum. Phoenix var að missa af lestinni en leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu og skoruðu til að mynda fimm þriggja stiga körfur á síðustu tveimur mínútum leiksins. Steve Nash var með tvær þeirra og Grant Hill þrjár. En það dugði ekki til. Udonis Haslem fór fórum sínum á vítalínuna á síðustu þrjátíu sekúndunum en klikkaði ekki. Haslem var með 21 stig og tólf fráköst í leiknum, Shaquille O'Neal átján stig og ellefu fráköst. Hjá Phoenix voru hvorki fleiri né færri en fjórir leikmenn með nítján stig - Raja Bell, Shawn Marion, Grant Hill og Amare Stoudemire. Steve Nash var með ellefu stig og fjórtán stoðsendingar og sá eini sem náði tvöfaldri tvennu í liðinu. Dirk Nowitzky keyrir hér framhjá Fred Jones, leikmanni New York.Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky bætti sitt persónulega met á tímabilinu er hann skoraði 36 stig fyrir Dallas gegn New York í nótt. Dallas vann með tíu stiga mun, 99-89. Nowitzky hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum í leiknum, þar af þrjár af fimm þriggja stiga skotum. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta og skoraði fimmtán stig er Dallas náði vænri forystu í leiknum, 28-19. Josh Howard var með 22 stig í leiknum og Jerry Stackhouse þrettán. Hjá New York var Zach Randolph með 24 stig og komu þau öll í síðari hálfleik. Hann var einnig með ellefu fráköst. Jamal Crawford var með nítján stig og Fred Jones sextán. Þetta var þriðja tap New York í röð. Þá vannn Atlanta ansi óvæntan sigur á Orlando á útivelli, 98-87. Josh Smith var með 25 stig, sextán fráköst og fjögur varin skot fyrir Atlanta og Joe Johnson bætti við 24 stigum. Hjá Orlando var Hedo Torkoglu með 22 stig en leikmenn liðsins hittu illa í leiknum og voru með minna en 40% skotnýtingu. Philadelphia vann góðan sigur á Houston, 100-86, og vann þar með þriðja sigur sinn í röð. Willie Green var með 20 stig, Andre Miller sautján og tólf stoðsendingar og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia í leiknum. Bonzi Wells var með 24 stig og tíu fráköst fyrir Houston. Þá vann Sacramento þriggja stiga sigur á Milwaukee, 96-93.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira