Ginobili óstöðvandi 8. desember 2007 11:40 Manu Ginobili sýndi hvers hann er megnugur í sigri San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira