Ríkasti hundur í heimi hefur neyðst til að fara í felur í kjölfar líflátshótana sem honum hafa borist. Tíkin Trouble ber nú nafn með rentu, en hann efnaðist stórkostlega þegar eigandinn Leona Helmslay arfðleiddi hann að 12 milljónum bandaríkjadala, eða um 747 milljónir króna.
Dagblaðið New York Post greinir frá því að eftir að tíkinni hafði borist um 20 líflátshótanir bréfleiðis hafi verið ákveðið að koma henni í felur. Henni var því flogið í einkaþotu til Flórída undir fölsku nafni. Sagan segir að tíkin hafi bakað sér marga óvildarmenn síðustu misserin vegna þess að hún er gjörn með að bíta þá sem reyna að klappa henni. Henni kippir í kynið því Frú Helmsley var þekktur vargur.
John Codey, fjárhaldsmaður tíkarinnar hefur viðurkennt í fjölmiðlum að Trouble sé heldur dýr á fóðrum en kostnaður við að gæta öryggis hennar og heilsu sé um 18 milljónir króna á ári. Innifalið í því eru laun matreiðslumeistarans sem sér um að elda ofan í dýrið.
Erlent