NBA stórveldin mætast á Sýn í nótt 23. nóvember 2007 11:38 Þríeykið mikla hjá Boston tekur á móti erkifjendunum í LA Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga