Innlent

Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir

Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana.

Þar er verg landsframleiðsla á hvern íbúa í 55 ríkjum mæld út frá meðaltali OECD og einnig einkaneysla. Búið er að jafna út kaupmátt mismunandi gjaldmiðla ríkjanna í þessu sambandi.

Samkvæmt þessari mælingu er Ísland í fimmta sæti á eftir Lúxembúrg, Noregi, Bandaríkjunum og Írlandi. Neðar er Danmörk í tíunda sæti, Svíþjóð í því tólfta, Bretland í fjórtánda sæti og Þýskaland þar rétt á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×