Kærasta Murats hótar lögsókn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 14:38 Robert Murat hefur legið undir grun í sex mánuði. MYND/AFP Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina. Madeleine McCann Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina.
Madeleine McCann Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent