Kærasta Murats hótar lögsókn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 14:38 Robert Murat hefur legið undir grun í sex mánuði. MYND/AFP Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina. Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina.
Madeleine McCann Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira