Kærasta Murats hótar lögsókn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 14:38 Robert Murat hefur legið undir grun í sex mánuði. MYND/AFP Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina. Madeleine McCann Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina.
Madeleine McCann Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira