Fyrsta tap Boston Celtics 19. nóvember 2007 09:29 Boston nýtti 53% skota sinna gegn Orlando en það nægði ekki til sigurs að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum