Handbolti

Fram upp að hlið HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Drengsson, leikmaður Fram.
Guðjón Drengsson, leikmaður Fram. Mynd/Valli
Fram hélt sínu striki í toppbaráttunni í N1-deild karla dag með öruggum sigri á Akureyri, 30-22.

Með sigrinum er Fram komið upp við hlið HK í öðru sæti deildarinnar en bæði lið eru með þrettán stig eftir níu leiki. Haukar eru á toppnum með fjórtán stig.

Stjarnan er í fjórða sæti með ellefu stig en á leik til góða.

Mest varð forysta Fram í fyrri hálfleik sex mörk en staðan í hálfleik var 12-8, Fram í vil. Akureyringum tókst að minnka muninn í þrjú mörk í síðari hálfleik en Framarar gáfu ekki eftir og sigldu hægt og rólega fram úr.

Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk en Zoltan Belanyi kom næstur með fimm. Hjá Akureyri voru þeir Goran Gusic og Magnús Stefánsson markahæstir með sex mörk hver.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×