NBA í nótt: Boston enn taplaust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2007 11:55 Paul Pierce skoraði sigurkörfu leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105 NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann nauman sigur á Miami Heat, 92-91, í æsispennandi leik. Það var Paul Pierce sem tryggði Boston sigurinn með körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Dwyane Wade reyndi að tryggja sigurinn á lokasekúndunni en skot hans geigaði. Boston var með fimmtán stiga forskot í fjórða leikhluta en glæsilegur 15-0 sprettur hjá Miami gerði það að verkum að staðan var jöfn þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Shaquille O'Neal og Udonis Haslem klikkuðu báðir á einu víti á lokakaflanum og reyndist það dýrkeypt. Kevin Garnett var stigahæstur hjá Boston með 26 stig og ellefu fráköst. Ray Allen var með nítján stig og James Posey kom öflugur inn með þrettán stig. Posey lék einnig vel í vörn en hann pressaði á Wade undir lokin sem gerði það að verkum að hann brenndi af skotinu sínu. Dwyane Wade var í fyrsta sinn í byrjunarliði Miami eftir meiðslin sín en hann var stigahæstur sinna manna með 23 stig. Hann hitti úr átta af fimmtán skotum sínum en það dugði ekki til. Miami hefur aðeins unnið einn leik af níu á tímabilinu. Boston hefur hins vegar unnið alla sína átta leiki. Cleveland Cavaliers batt enda á fimm leikja sigurhrinu Utah Jazz með sigri á heimavelli, 99-94. LeBron James var drjúgur hjá Cleveland en 34 af hans 40 stigum komu í síðari hálfleik. James var einnig með tíu fráköst og níu stoðsendingar. Carlos Boozer var með 26 stig hjá Utah og ellefu fráköst. LA Lakers vann einnig góðan sigur á Detroit Pistons á heimavelli, 103-91, eftir að liðið skoraði 41 stig í fjórða leikhluta. Lamar Odom var með 25 stig og fimmtán fráköst en Kobe Bryant kom næstur með nítján stig og sjö stoðsendingar. Tim Duncan gerði sér lítið fyrir og varði skot Yao Ming í leik San Antonio og Houston í nótt þegar níu sekúndur voru eftir en San Antonio vann leikinn, 90-84. Duncan var með 25 stig og þrettán fráköst. Houson lék án Tracy McGrady sem var frá vegna meiðsla en Luis Scola var stigahæstur hjá liðinu í nótt með 20 stig. Yao kom næstur með fjórtán og níu fráköst. Orlando Magic vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið vann New Jersey, 95-70. Dwight Howard skoraði 21 stig og tók nítján fráköst. Hjá New Jersey var Jason Kidd stigahæstur með ellefu stig. Hann var með þrefalda tvennu, einu sinni sem oftar, en hann tók nítján fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Philadelphia lenti 25 stigum undir í fyrri hálfleik gegn Portland en vann engu að síður leikinn á endanum, 92-88. Louis Williams var með 19 stig í seinni hálfleik fyrir Philadelphia en leikmenn liðsins klikkuðu á fimmtán skotum í röð í fyrri hálfleik. Stigahæstu menn liðsins voru Brandon Roy og LaMarcus Aldridge með 25 stig hver. Golden State vann loksins sinn fyrsta leik í nótt og hafa þá öll liðin í deildinni unnið leik. Úrslit leikja í nótt: Toronto Raptors - Indiana Pacers 110-101Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 92-88Boston Celtics - Miami Heat 92-91 New Jersey Nets - Orlando Magic 70-95 Atlanta Hawks - Seattle SuperSonics 123-126 (eftir framlengingu)Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 99-94 Memphis Grizzlies - New Orleans Hornets 118-120San Antonio Spurs - Houston Rockets 90-84 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 89-105Sacramento Kings - New York Knicks 123-118LA Lakers - Detroit Pistons 103-91Golden State Warriors - LA Clippers 122-105
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira