Breskt par komst að því að þau ættu von á fjórburum, einungis fjórum dögum fyrir sáðrásarrofsaðgerð mannsins. Fyrir eiga æskuástirnar Daniel Morley og Dawn Tilt þrjú börn. Parið er rúmlega þrítugt og fannst nóg um börnin þrjú, þess vegna höfðu þau ákveðið að maðurinn skyldi láta rjúfa sáðrásina.
"Þá kom sjokkið," sagði Daníel við Ananova fréttastofuna; "En ég var jafn hamingjusamur og ég var orðlaus þegar ég heyrði þetta."
Dawn segist hafa fengið áfall. Hún hafi legið hjá lækninum og ekki getað haldið aftur af tárunum.
Parið notaði engin frjósemislyf en líkurnar á því að eignast fjórbura eru einn á móti 729 þúsund.
Börnin verða tekin með keisaraskurði í mars, níu vikum fyrir tímann.
Foreldrarnir eru þegar farnir að hugsa um praktísku hliðarnar á því að eiga fjórbura og Dawn spyr hvernig í ósköpunum hún eigi að keyra alla í skólann; "Ég mun eiga fimm börn undir tveggja ára aldri, Guð minn góður!"
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/reykjaviksiddegis.jpg)