NBA í nótt: Fimm lið með sjö sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 08:58 Dwayne Wade lék með Miami á nýjan leik í nótt en það dugði ekki til sigurs gegn Seattle. Nordic Photos / Getty Images Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111 NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en eftir leikina hafa fimm lið í deildinni unnið sjö sigra á tímabilinu. Öll þessi lið unnu sigra í sínum leikjum í nótt. Boston Celtics fór létt með New Jersey Nets, 91-69, og Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið hafði betur gegn Toronto, 92-88. Liðin hafa þó leikið mismarga leiki og er Boston enn taplaust en Utah hefur tapað tveimur. Orlando Magic heldur áfram að koma þægilega á óvart og vann í nótt nauman sigur á Cleveland, 117-116. Liðið hefur nú unnið sjö og tapað tveimur, rétt eins og Utah og New Orleans sem í nótt vann 19 stiga sigur á Philadelphia, 95-76. Liðið með næstbesta árangurinn í deildinni er San Antonio Spurs sem hefur unnið sjö leiki en tapað aðeins einum. Liðið var hins vegar eitt þeirra fjögurra í deildinni sem átti ekki leik í nótt. Leikur Utah og Toronto var leikur tveggja sterkra varnarliða og var aðeins eins stiga munur á liðunum þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Deron Williams sýndi þá stáltaugar þegar hann kláraði tvö vítaköst á þessum tíma og klikkaði TJ Ford á þriggja stiga skoti í blálokin. Carlos Boozer var með 23 stig í leiknum og fjórtán fráköst og skoraði hann síðustu körfu leiksins úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Sigur Boston á New Jersey var þægilegur en Kevin Garnett var stigahæsti leikmaður liðsins með sextán stig og átta fráköst. LeBron James átti stórleik fyrir Cleveland gegn Orlando. Hann skoraði 39 stig, tók þrettán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Það dugði hins vegar ekki til þar sem Orlando reyndist sterkara í framlengingunni. Dwyane Wade lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir Miami Heat og skoraði fimmtán stig á þeim 25 mínútum sem hann lék. Það dugði hins vegar ekki til þar sem liðið tapaði fyrir Seattle, 104-95. Þetta var fyrsti sigur Seattle á leiktíðinni. Úrslit leikjanna í nótt: Toronto Raptors - Utah Jazz 88-92Washington Wizards - Indiana Pacers 103-90Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 117-109 Cleveland Cavaliers - Orlando Magic 116-117Boston Celtics - New Jersey Nets 91-69 Miami Heat - Seattle SuperSonics 95-104Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 102-99New Orleans Hornets - Philadelphia 76ers 95-76Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 108-103 Houston Rockets - LA Lakers 90-93Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 110-93LA Clippers - New York Knicks 84-81 Golden State Warriors - Detroit Pistons 104-111
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga