Erlent

Viðurkennir pyntingar á kærustunni

Óli Tynes skrifar
Lögreglan rannsakar skúrinn þar sem stúlkan var pyntuð í níu daga.
Lögreglan rannsakar skúrinn þar sem stúlkan var pyntuð í níu daga. MYND/Mogens Flindt/BT

Nítján ára Líbani viðurkenndi í morgun að hafa pyntað jafn gamla danska kærustu sína í níu daga í skúr við Suðurhöfnina í Kaupmannahöfn. Hann neitaði því hinsvegar að hann hefði haldið henni fanginni þar. Stúlkan var skelfilega leikin.

Kærastinn hafði bæði brennt hana og barið hana með svipu. Hún hafði misst þumalfingur hægri handar. Framtennurnar höfðu verið slegnar úr henni og hún var kjálkabrotinn.

Stúlkan sagði við lögregluna að ofbeldið hefði byrjað fyrir ári og stöðugt orðið verra. Kærastinn hefði hótað að drepa fjölskyldu hennar ef hún segði frá ofbeldinu.

Eftir níu daga dvöl í skúrnum tókst henni á sunnudag að brjótast þaðan út. Hún komst inn á nálægt trésmíðaverkstæði með því að brjóta þar glugga. Þaðan gat hún hringt í foreldra sína, sem létu lögreglu vita af henni.

Lýst var eftir kærastanum og hann gaf sig sjálfur fram við lögregluna. Hann sagði að móðir hans hefði sagt honum að hann væri eftirlýstur og því hefði hann ákveðið að gefa sig fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×