Körfubolti

Jordan þarf að greiða tíu milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Jordan hefur gengið í gegnum erfitt skilnaðarferli að undanförnu.
Michael Jordan hefur gengið í gegnum erfitt skilnaðarferli að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images

Michael Jordan þarf að greiða fyrrum eiginkonu sinni, Juanita Jordan, rúma tíu milljarða króna vegna skilnaðar þeirra.

Nú hefur verið gengið frá málum þeirra vegna skilnaðarins og mun Juanita fá í sinn hlut risastórt hús þeirra í Chicago auk forræðis barnanna þeirra þriggja.

Hjónin skildu í desember í fyrra en hafa deilt mikið um peningamál síðan þá. Heimildir fjölmiðla vestan hafs herma að Jordan vilji einfaldlega koma lífi sínu á rétta braut eftir skilnaðinn og setji því ekki fyrir sig að borga svo mikið.

Þau kynntust árið 1984 þegar Jordan var þegar orðinn þekktur körfuboltamaður hjá Chicago Bulls. Þegar þau gengu í hjónaband skrifuðu þau undir eignaskiptasamning sem tryggði eiginkonu Michael Jordan helming eigna hans. Hún hefur hins vegar aðeins farið fram á þriðjung eigna hans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×