Fjórði sigurleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2007 09:14 Deron Williams gefur hér boltann framhjá Francisco Garcia, leikmanni Sacramento. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga