Körfubolti

Sigur hjá Jóni Arnóri og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik með Lottomatica Roma.
Jón Arnór Stefánsson í leik með Lottomatica Roma. Nordic Photos / AFP

Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði Lottomatica Roma og skoraði fjögur stig er liðið vann sigur á Air Avellino, 106-90.

Hann lék í 32 mínútur og á þeim tíma skoraði Lottomatica 20 stigum meira en andstæðingurinn. Aðeins einn annar leikmaður í liðinu getur státað af betri árangri í þeim tölfræðiþætti.

Jón Arnór nýtti tvö af þremur skotum sínum utan af velli en enga af sex tilraunum sínum utan þriggja stiga línunnar. Hann tók fimm fráköst í leiknum og gaf tvær stoðsendingar.

Lottomatica Roma er í sjötta sæti deildarinnar tólf stig eftir níu umferðir. Liðin í 2.-6. sæti eru reyndar öll með tólf stig en á toppnum er Montepaschi Siena með fullt hús stiga.

Í Ungverjalandi skoraði Jakob Sigurðarson níu stig og tók jafn mörg fráköst er lið hans, Univer KSE, tapaði fyrir Marso-Vagep NYKK á útivelli, 87-68.

Þá skoraði Logi Gunnarsson ellefu stig fyrir Gijon í spænsku C-deildinni er liðið tapaði fyrir Muro, 104-91, í framlengdum leik. Þetta var fyrsta tap Gijon í deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×