Dallas fékk uppreisn æru 9. nóvember 2007 09:14 Það var heitt í kolunum í Oakland í nótt og hér má sjá þá Devin Harris og Matt Barnes ögra hvor öðrum í leiknum. Barnes uppskar tæknivillu í þessum viðskiptum NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga