Erlent

10 boðorð mafíunnar

Óli Tynes skrifar
Þetta er tilboð sem þú getur ekki hafnað.
Þetta er tilboð sem þú getur ekki hafnað.

Þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley á mánudag fundu lögreglumennirnir vélritað blað þar sem á voru hin tíu boðorð mafíunnar. Blaðið fannst í skjalasafni foringjans. Boðorð mafíunnar eru svohljóðandi.

1. Enginn getur kynnt sig beint fyrir öðrum vinum okkar. Það verður að gerast í gegnum þriðja aðila.

2. Haltu þig frá konum vina þinna.

3. Láttu aldrei sjá þig með lögreglunni.

4. Ekki fara á klúbba eða ölkrár.

5. Það er skylda að bregðast alltaf við kalli Cosa Nostra. Jafnvel þótt eiginkona þín sé að fæða barn.

6. Alltaf skal standa við gerða samninga.

7. Konur skal ungangast af virðingu.

8. Þegar þú ert beðinn um upplýsingar verður þú alltaf að segja sannleikann.

9. Menn skulu ekki taka til sín peninga sem tilheyra annarri fjölskyldu.

10. Þeir sem ekki fá aðild að Cosa Nostra eru: Allir sem eiga nána ættingja í lögreglunni. Allir sem eiga svikara sem náinn ættingja. Allir sem hafa hegðað sér illa og hafa litla siðferðiskennd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×