Erlent

Umsátrinu í Finnlandi lokið -sjö sagðir fallnir

Óli Tynes skrifar
Lögreglumenn inni í skólanum.
Lögreglumenn inni í skólanum.

Umsátrinu um finnska skólann þar sem 18 ára nemandi hóf skothríð í miðjum tíma, er lokið. Sagt er að hann hafi orðið sjö manns að bana . Sænska blaðið Aftenposten hefur eftir lögreglunni að skólapilturinn sé einnig látinn. Ekki er vitað hvort hann framdi sjálfsmorð eða hvort lögreglan skaut hann til bana.

Tölur um mannfall hafa þó ekki verið staðfestar. Talsmaður bæjarfélagsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að umsátrinu væri lokið, en sagði ekki með hvaða hætti. Kennari sem sá piltinn koma eftir gangi skólans sagði að hann hefði verið vopnaður stórri skammbyssu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×