Erlent

Danir og Norðmenn auka herstyrk sinn í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Danskir hermenn í eftirlitsferð.
Danskir hermenn í eftirlitsferð.

Norðmenn ætla að auka liðsstyrk sinn í Afganistan á næsta ári. Þangað á meðal annars að senda tvær eða þrjár þyrlur. Einnig 150 manna sérsveit sem mun starfa í Kabúl. Þá munu Norðmenn fjölga liðsforingjum sem eiga að hjálpa til við að þjálfa afganska her- og lögreglumenn.

Um það bil 500 norskir hermenn eru nú í Afganistan. Danir ætla einnig að senda liðsauka til Afganistans á næsta ári.

Meðal annars verða sendir þangað nokkrir skriðdrekar. Bæði Danmörk og Noregur sendu einnig hersveitir til Íraks en danska liðið er að mestu komið aftur til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×