Tracy McGrady hjá Houston og Danny Granger hjá Indiana voru í gær útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni. Granger fór fyrir Indiana í 3-0 viku með því að skora tæp 23 stig og hirða 8,7 fráköst í leik og var valinn leikmaður vikunnar í Austurdeildinni.
McGrady var á sama hátt besti maður Houston þegar liðið vann þrjá fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og skoraði hann 32,3 stig að meðaltali í leik í vikunni, mest allra leikmanna í NBA. Þar á meðal sallaði hann 47 stigum á Utah í góðum útisigri.