Erlent

Farsímatruflarar seljast eins og heitar lummur

Óli Tynes skrifar
....og þegiðu svo.
....og þegiðu svo.

Farsímatruflarar seljast orðið svo vel í Bandaríkjunum að farsímafyrirtækin eru farin að hafa af því verulegar áhyggjur. Það er bannað með lögum að trufla farsíma þar í landi og rúmlega 650 þúsund króna sekt við fyrsta broti. Tvö fyrirtæki hafa nú farið fram á að þessu banni verði aflétt undir vissum kringumstæðum.

Flestir þeir sem kaupa truflarana gera það í eigingjörnum tilgangi. Þeir vilja losna við að þurfa að hlusta á aðra tala í farsíma í strætisvögnum, á veitingahúsum, í kvikmyndahúsum og svo framvegis. Truflararnir eru á stærð við sígarettupakka og kosta um 10 þúsund krónur.

Meðal þeirra sem kaupa þá eru veitingamenn, hótelstjórar, strætóbílstjórar, og eigendur hárgreiðslustofa.

Truflararnir draga um tíu metra. Ef þeim er beint að fólki sem er að tala í síma og klikkað á það, rofnar sambandið samstundis við næsta farsímamastur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×