Erlent

Danskir flutningabílstjórar loka landamærum

Óli Tynes skrifar
Margra kílómetra langar raðir af trukkum loka dönskum landamærum.
Margra kílómetra langar raðir af trukkum loka dönskum landamærum. MYND/Nyhedsavisen

Um 200 Danskir vöruflutningabílstjórar lokuðu í dag mörgum landamærastöðvum Danmerkur með því að leggja þar trukkum sínum. Bílstjórarnir eru að mótmæla íþyngjandi reglugerðum Evrópusambandsins.

Meðal annars var umferð um Eyrarsundsbrúna yfir til Svíþjóðar stöðvuð. Sömuleiðis var lokað ferjuhöfnum eins og Helsingjaeyri, Hirtshals og Fredrikshafn lokað. Flutningabílstjórarnir reyna að hleypa einkabílum í gegn en miklar tafir hafa orðið á umferð.

Talsmaður bílstjóranna segir að mótmæli þeirra snúist um reglugerðarfargan Evrópusambandsins, sérstaklega hvað varðar hvíltdartíma þeirra og sektir sem þeir fá.

Þeir vilji gjarnan fylgja reglunum og geri það dags daglega. Hinsvegar fái þeir sektir fyrir allskonar hluti sem komi umferðaröryggi ekkert við.

Í reglunum segir meðal annars að bílstjórarnir megi lengst keyra í fjóra og hálfa klukkustund í einu og að því loknu verði þeir að hvíla sig í 45 mínútur.

Þeir verða að fá að minnsta kosti 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og þar af óslitna hvíld í að minnsta kosti níu klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×