Alonso sagður hættur hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:02 Alonso í McLaren-bifreið sinni síðasta keppnistímabil. Nordic Photos / Getty Images Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins. Formúla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins.
Formúla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira