Alonso sagður hættur hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:02 Alonso í McLaren-bifreið sinni síðasta keppnistímabil. Nordic Photos / Getty Images Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins. Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimasíða spænska dagblaðsins El Mundo sagði í dag að Fernando Alonso væri hættur hjá McLaren. Í fréttinni kemur fram að bæði Alonso og liðið sjálft hafi staðfest viðskilnaðinn. Alonso átti tvö ár eftir af samningi sínum við McLaren og náði aðeins að keppa fyrir hönd liðsins í eitt tímabil. McLaren hafði ekkert um málið að segja þegar fréttastofa Reuters hafði samband við talsmann liðsins. Alonso mun hafa ásamt sínum fulltrúa unnið að starfslokasamningi í höfuðstöðvum liðsins á Englandi í gær og í morgun. Útvarpsstöðin Marca greindi svo einnig frá því í morgun að umboðsmaður Alonso hafi staðfest viðskilnaðinn við sig í morgun. El Mundo sagði einnig að Alonso þyrfti ekkert að greiða til að fá sig lausan undan samningi sínum við McLaren. Alonso og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, voru í hatrammi baráttu um meistaratitil ökuþóra allt tímabilið og töluðust ekki við löngum stundum. Talið var að rígur var byrjaður að myndast innan liðsins en á endanum þurftu þeir báðir að játa sig sigraða fyrir Finnanum Kimi Raikkönen sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn með sigur á lokamóti keppnistímabilsins.
Formúla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira