Innlent

Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi

Geir Haarde; "Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi.
Geir Haarde; "Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi.

Leiðtogafundurinn um loftslagsmál í Kaupmannahöfn 2009 mun verða mikilvægur norrænu samstarfi. Norðurlöndin leggja metnað sinn í þennan fund. Það verður að fá Bandaríkin, Brasilíu, Indland og Kína til að taka þátt í samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

"Orkueftirspurn mun aukast um 65 prósent fram til ársins 2030. Þess vegna verðum við að leggja áherslu á nýtingu endurnýjanlegrar orku. Íslendingar njóta forréttinda á þessu sviði. Um 70 prósent af orkulindum okkar eru endurnýjanlegar og þess vegna viljum við aðstoða önnur norræn ríki við að finna lausnir sem fela í sér nýtingu á hreinni og endurnýjanlegri orku", sagði Geir Haarde forsætisráðherra Íslands.

Spurt var hvort rætt hefði verið um kjarnorkuver á fundi forsætisráðherranna. Það var ekki til umræðu, sagði Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands um leið og hann sagði það staðreynd að bæði í Svíþjóð og Finnlandi væru kjarnorkuver. Geir Haarde sagði kjarnorkuvera ekki þörf á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×