Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 30. október 2007 12:19 MYND/AFP Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. Pöntunin er mikill fengur fyrir eina „tölvu á barn"- samtökin sem standa á bakvið framleiðslu tölvanna. Samtökin höfðu viðurkennt að tregða væri á pöntunum. Nicholas Negroponte stofnandi samtakanna sagði nýlega í viðtali við the New York Times að hann hefði vanmetið muninn á því innsigla kaup með handabandi og að peningar kæmu inn fyrir pöntunum. Hann bætti þó við að hann væri mjög ánægður með fyrstu pöntunina.Hönnuð fyrir notkun í þróunarlöndumMYND/APTölvan er kölluð OX ferðatölvan og var þróuð sérstaklega til notkunar fyrir börn í þróunarlöndum.Hún er endingargóð, vatnsheld og getur gengið fyrir sólarorku, fótpumpu eða hleðslutæki sem veitir orku með því að togað er í streng á því. Hægt er að lesa á skjáinn í sólskyni svo auðvelt er að nota tölvuna úti.Upphaflegar áætlanir um að selja tölvurnar á 100 dollara stykkið, eða rúmar sex þúsund krónur, hafa breyst. Verðið hefur hækkað í 188 dollara eða tæpar 11.400 krónur.Þá var ríkisstjórnum boðið að kaupa 250 þúsund tölvur í einu, en nú er ýmsum aðferðum beitt til að selja eða dreifa.Sem dæmi getur almenningur keypt vél um leið og það kaupir tölvu fyrir barn í þróunarlöndum. Til að byrja með mun „keyptu eina, gefðu eina" prógrammið dreyfa tölvum í Kambódíu, Afghanistan, Rúanda og Haítí.Almenningur getur einnig gefið 100 tölvur í einu eða fleiri til einhvers lands að eigin vali. Þá kostar hver tölva 299 dollara, eða rúmar 18 þúsund krónur. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. Pöntunin er mikill fengur fyrir eina „tölvu á barn"- samtökin sem standa á bakvið framleiðslu tölvanna. Samtökin höfðu viðurkennt að tregða væri á pöntunum. Nicholas Negroponte stofnandi samtakanna sagði nýlega í viðtali við the New York Times að hann hefði vanmetið muninn á því innsigla kaup með handabandi og að peningar kæmu inn fyrir pöntunum. Hann bætti þó við að hann væri mjög ánægður með fyrstu pöntunina.Hönnuð fyrir notkun í þróunarlöndumMYND/APTölvan er kölluð OX ferðatölvan og var þróuð sérstaklega til notkunar fyrir börn í þróunarlöndum.Hún er endingargóð, vatnsheld og getur gengið fyrir sólarorku, fótpumpu eða hleðslutæki sem veitir orku með því að togað er í streng á því. Hægt er að lesa á skjáinn í sólskyni svo auðvelt er að nota tölvuna úti.Upphaflegar áætlanir um að selja tölvurnar á 100 dollara stykkið, eða rúmar sex þúsund krónur, hafa breyst. Verðið hefur hækkað í 188 dollara eða tæpar 11.400 krónur.Þá var ríkisstjórnum boðið að kaupa 250 þúsund tölvur í einu, en nú er ýmsum aðferðum beitt til að selja eða dreifa.Sem dæmi getur almenningur keypt vél um leið og það kaupir tölvu fyrir barn í þróunarlöndum. Til að byrja með mun „keyptu eina, gefðu eina" prógrammið dreyfa tölvum í Kambódíu, Afghanistan, Rúanda og Haítí.Almenningur getur einnig gefið 100 tölvur í einu eða fleiri til einhvers lands að eigin vali. Þá kostar hver tölva 299 dollara, eða rúmar 18 þúsund krónur.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira